3.6.2009 | 23:06
Gunnar mætir heimsmeistara í fyrstu glímu á HM
Jæja, stór helgi að renna upp þar sem Gunnar verður fyrstur Íslendinga til að keppa á Heimsmeistaramótinu í Jiu-Jitsu (almennt kallað Mundials) en Gunnar keppir á föstudag og laugardag. Riðlarnir eru komnir á netið og það má með sanni segja að okkar maður fái ekki að fara léttu leiðina. Gunni keppir eins og flestir vita í millivigt á mótinu en vigtað er í Gi áður en gengið er inn á völlinn í fyrstu glímu. Gunnar keppir líka í opnum flokki og einhverra hluta vegna þá er opni flokkurinn á undan þyngdarflokknum. Opni flokkurinn er sem sagt á föstudaginn og millivigtin síðan á laugardaginn.
Í opnum flokki mætir Gunni léttivigtar heimsmeistaranum Ryan Beauregard í fyrstu glímu! Hér er helsti árangur Ryan Beauregard síðustu ár:
2009 Silfur á Evrópumeistaramótinu
2008 Heimsmeistari í léttivigt brúnbelta
2005 National Champion
Jafnframt hefur hann m.a. komist þrisvar í úrslit á á Pan Amercian og er þrefaldur Arizona fylkismeistari. Svona svo eitthvað sé talið. Og hér er highlight með Ryan Beauregard:
Beauregard hefur reyndar fært sig upp um þyngdarflokk frá því í fyrra og því verður hann líka í millivigtarflokknum með Gunna. Og það er sko enginn smá flokkur því auk Beauregard er þarna að sjálfsögðu enginn annar en Kayron Gracie (m.a. heimsmeistari síðasta árs og Pan Am meistari 2007, nenni ekki að telja upp alla sigra Kayron síðustu ár). Kayron er auðvitað frændi Clark Gracie en sem Gunnar sigraði í Pan Am í mars. Clark er auðvitað þarna líka sem og menn eins og Bruno Alves (silfuverðlaunahafi síðasta árs og á Pan Am 2009 þar sem hann tapaði fyrir Gunna í úrslitum eins og frægt er), Daren Roberts (brons á HM No-Gi 2007 og á Pan Am 2007 og 2009 en þar tapaði hann fyrir Gunna í undanúrslitum), Marcel Gonçalves (fimmfaldur fylkismeistari, hefur sigrað Brazilian, South American and American absolute championships), Curtis Vega (kennari hjá Rickson Gracie Jiu-Jitsu Center í LA), Bruno Allen (gull verðlaun í opnum flokki í Suður-Ameríkumótinu 2008) og margir fleiri vel kunnir glímukappar.
Í millivigtinni mætir Gunni gullverðlaunahafa Grappler Quest, Alexander Vamos, í fyrstu glímu. Alex er mjög góður (rekur BJJ skóla í Long Island ásamt bróður sínum). Hér er tveggja ára highlight með Alexander Vamos, hann er orðinn enn betri í dag
Sigri Gunnar hann þá eru allar líkur á því að hann mæti annaðhvort Bruno Alves í annarri glímu (Bruno fær þá rematchið sem hann vill eftir að hafa tapað fyrir Gunna í úrslitum á Pan Am) eða þá fyrrnefndan léttivigtar heimsmeistara síðasta árs, Ryan Beauregard, sem nú ætlar sér sigur í millivigtinni. Gunnar gæti þó einnig mætt Marvin Lee en verðum við ekki að segja að annað hvort Bruno eða Ryan séu líklegri til að mæta Gunna sigri hann Vamos. Sigri Gunnar þennan arm mætir hann einhverjum þessara: Tony Backman, Daren Roberts, Vinicius Corrales, Matthew Cooper eða Leonardo da Silva. Sigri Gunnar þá glímu er hann kominn í undanúrslit. Gunni ætlar sér ekkert annað en sigru frekar en vanalega þannig að allir góðir straumar eru vel þegnir!
Í millivigtinni eru rúmlega fjörutíu keppendur og í opnum flokki eru tæplega hundrað. Hátt í tvö þúsund keppendur taka þátt í Heimsmeistarakeppninni.
Íþróttir | Breytt 4.6.2009 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2009 | 19:06
Nýtt kynningar video frá Mjölnir
Það var að koma út nýtt tveggja mínútna video hjá Mjölni. Mjög skemmtilegt.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 00:25
Ljósmyndabók um Gunna í New York
Hægt er að ráða því hvort greitt er út frá gengi dollars, punds eða evru. Miðað við stöðuna í dag er sennilega pundið hagstæðast. Bæði hægt að panta í hard cover og soft cover og ráða sendingaaðferðinni. Árni segir mér að hann hafi pantað hjá þeim áður og það sé virkilega fín prentun hjá þeim. Ég ákvað auðvitað að panta mér eintak
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 20:56
Gunnar með gull og brons á New York Open
Gunnar vann bæði til gull- og bronsverðlauna á New York International Open Jiu-Jitsu Championship 2009 í gærkvöldi. Hann vann gullverðlaunin í sínum flokki og bronsverðlaunin í opnum flokki. Þess má geta að Gunnar var hársbreidd frá því að komast í úrslit í opnum flokki en hann tapaði með minnsta mögulega stigamun í undanúrslitunum (1 advantage) gegn sér miklu þyngri manni. Hann sigraði tvær af glímum sínum á hengingum, þ.á.m. úrslitaglímuna í sínum þyngdarflokki, en hinar á stigum. Gunni kemur heim á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) en stoppar ekki mjög lengi því hann stefnir á þátttöku í heimsmeistarakeppninni í byrjun júní. Hér eru fréttir af sigri Gunnars og myndir frá mótinu:
Íþróttir | Breytt 24.4.2009 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 13:10
Leið eins og sigurvegara fyrir úrslitaglímuna
Bruno Alves Gunnar Nelson Daren Roberts
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með bardagaíþróttum á Íslandi að Gunnar vann til gullverðlauna í sínum flokki (brúnt belti, millivigt) á Pan Jiu-Jitsu Championship 2009 sunnudaginn 29. mars sl. en fjölmiðlar hafa flestir gert þessu ágæt skil (að Fréttablaðinu undanskyldu). Ég hef þegar sagt frá mjög góðri umfjöllun DV og á pálmasunnudag (5. apríl) var öll miðopna Morgunblaðsins og hálf baksíðan tekin undir frásögn af Gunnari. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Myndbönd sem Vignir Már Sævarsson tók af glímunum eru komnar á YouTube og ég sett þau inn hér að neðan. Vignir, sem sjálfur keppti á mótinu, tók myndböndin á venjulega stafræna myndvél úr áhorfendastúkunni og gæðin eru auðvitað eftir því en ágæt engu að síður. Gunnar sagði sjálfur aðeins frá sinni upplifun af glímunum á Mjölnisspjallinu og læt ég það fylgja hér með hverju myndbandi fyrir sig:
1. glíma: Ég var þreyttur í fyrstu glímunni minni eins og svo oft í upphitunarglímunni, sérstaklega þegar erfiður andstæðingur eins og Clark Gracie nær góðum gripum snemma. Ég var fastur í guardinu hans í smá tíma en náði og losa mig og djöfla inn 9 stigum á móti 4 hans. Ég lærði mest af þessari glímu.
2. glíma: Ég fékk ekki mikla hvíld og var enn þá þreyttur þegar ég gekk inn í aðra glímuna. Tók smá tíma að jafna mig en svo fór allt að rúlla. Ég var með bakið á honum í enda glímunnar og óþreyttur.
3. glíma: Í þriðju glímu gekk allt í haginn. Hann fór í guard en ég komst framhjá því, tók fljótlega bakið á honum og náði að hengja hann með gallanum.
4. gíma: Fjórða glíman var á mótin einum vel þekktum frá Alliance keppnisliðinu (sama lið og Marcelo Garcia keppir fyrir) sem hefur verið að í meira en 10 ár. Hann er með skuggalegt guard en ég komst í gegnum það og vann með krosshengingu að framan. Ath.: Hér er Gunni að tala um Daren Roberts sem m.a. lenti í þriðja sæti á bæði á HM No-Gi 2007 og á Pan Am 2007, þá fjólublátt belti.
5. glíma: Þegar ég gekk inn á völlinn á móti Bruno Alves leið mér eins og sigurvegara. Ég komst fljótt á bakið á honum og hengdi hann með sömu hengingu og í þriðju glímunni. Og ég verð að segja að margir voru mjög undrandi og sárir yfir úrslitnum, því Alves var í raun gullverðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í fyrra ásamt Kayron Gracie en þeir eru frá sama gymmi og börðust því ekki í úrslitunum! Ákvörðun þeirra Kayron og Bruno að glíma ekki í úrslitunum 2008 er reyndar frekar undarleg en hlýtur að eiga sér einhverjar persónulegar skýringar. Fyrir vikið hlaut Kayron gullið en Bruno silfrið.
Þess má geta að BJJ/MMA þjálfarinn og svartbeltingurinn John Kavanagh skrifaði skemmtilega umsögn um Gunna og sigur hans á írska bardagaíþróttavefinn sinn. Ég læt orð John fylgja hér á ensku en bendi á frétt DV fyrir þá sem vilja lesa íslenska þýðingu á þessu:
Ive said it before; Gunni has the best understanding of jits Ive ever seen. Just watched all the matches there, brilliant. Everything based around posture and timing. Guys wanting to learn 'new techniques' would do well to study those matches and try finding a complicated move. Theres nothing there that an average blue belt wouldnt know...just done a LOT better than the average blue belt. All his movements slow and methodical with perfect timing and excellent posture - very ricksonesque
Scary to think he's actually only wearing a Gi about 6mths ...then goes and wins the Pan Ams at brown belt level. I think Gunni is training 3,5 yrs total now, most of it rolling around with beginners in Iceland. I would rate this as a greater achievement than BJ Penn winning the Mundials at black belt after 3yrs because: 1. BJ was training fulltime with team of excellent competition players from the start (Ralph Gracie school) and 2. The standard of jits has shot up over the last few years.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 15:23
Flott umfjöllun hjá DV
http://www.dv.is/sport/2009/3/30/gunnar-tok-gullid-i-kaliforniu/
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2009 | 02:06
Gunnar sigraði í Kaliforníu!
Ég er ótrúlega stoltur að geta sagt frá því að Gunni gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í sínum flokki á PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Ekki nóg með að hann ynni hinn þekkta Clark Graice í fyrstu glímunni heldur hélt hann áfram og sigraði 5 andstæðinga alls, þar af Bruno Alves (silfurverðlaunahafa frá síðasta heimsmeistarmóti) í úrslitunum á hengingartaki! Meira síðar... nú er ég farinn að sofa!
31. mars: Hér eru myndir á vef DV.
Íþróttir | Breytt 31.3.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 22:34
Gunni glímir við Clark Gracie á morgun
Jæja, morgundagurinn verður heldur betur athyglisverður því Gunnar dróst gegn engum öðrum en Clark Graice í fyrstu umferð í PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Clark Gracie er heimsþekktur BBJ maður og eins og margir vita úr innsta hring Gracie ættarinnar. Faðir hans er Carley Gracie sem er 8. gráðu svartbelti í BJJ og m.a. brasilískur meistari 1969-1972, bæði í BJJ og Vale Tudo. Afi Clark er enginn annar en Carlos Gracie sem er einn upphafsmanna BJJ. Sjálfur ólst Clark Gracie auðvitað upp í BJJ gallanum og er margverðlaunaður en meðal verðlauna hans undanfarin ár má nefna gullverðlaun á ameríska meistaramótinu 2005 og 2006 og silfurverðlaun 2007. Jafnframt hlaut hann annað sæti 2007 á heimsmeistaramótinu í No-Gi. Clark rekur tvo BJJ og MMA klúbba í San Diego og faðir hann rekur einnig slíkan klúbb í San Francisco.
Sennilega veðja ekki margir á að Gunni komist áfram gegn Clark Gracie en ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að Gunni mun koma á óvart og Clark mun þurfa að hafa fyrir hlutunum.
Clark Gracie er auðvitað náfrændi Renzo Gracie sem er ansi athyglisvert í ljósi þess að Gunni æfir eins og flestir vita undir leiðsögn Renzo í New York.
Vignir Már keppti í gær í millivigt (hvítt belti) öldunga og stóð sig vel en tapaði á stigum (eftir Takedown) í fyrstu umferð og féll úr keppni.
Gunni hafði ætlað sér að keppa í opnum flokki í dag en fékk það ekki því þeir voru víst of margir skráðir í flokkinn þannig að hann þurfti að víkja, sennilega af því að hann er ekki heimamaður.
Íþróttir | Breytt 29.3.2009 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 20:23
Gunni keppir í Kaliforníu um helgina
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 14:49
Gunnar í New York við æfingar
Gunni hefur nú kvatt Ísland í bili og haldið til New York til að njóta leiðsagnar Renzo Gracie og hans teymis við Renzo Gracie Academy. Gunnar mun dveljast þar næstu þrjá mánuði eða svo við æfingar og keppni.
Gunnar var einnig við æfingar í New York fyrir áramót og Árni Torfason ljósmyndari, og þá formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands, heimsótti hann í desember og fylgdi honum eftir um tíma. Afraksturinn var m.a. skemmtileg myndsyrpa sem hægt er að nálgast á opinberu vefsetri Gunnars, www.gunnarnelson.info (smellið á captions til að sjá myndatextana).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar