Frábærar fréttir fyrir íþróttina hér á landi

Renzo Gracie og Gunnar NelsonÞetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íþróttina hér á landi. Renzo Gracie er frægur fyrir að vera mjög strangur á beltagjafirnar sínar og það fær enginn belti hjá honum nema það sé verðskuldað og vel það. Eftir að Gunni lenti í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC 2009 í Barcelona hefur Renzo ekki getað látið hann keppa í brúnbeltaflokki fyrir hönd RGA á Pan American No-Gi um næstu helgi. Eftir þetta glímir Gunnar aðeins við þá bestu í heimi. Nákvæmlega eins og hann vill hafa það!


mbl.is Gunnar Nelson fékk svart belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær afrek hjá Gunnari á ADCC 2009

Gunnar átti ótrúlega endurkomu í opnum flokki á ADCC í Barcelona á sunnudaginn og náði 4. sæti sem er ótrúlegur árangur. Á laugardeginum hafði Gunnar fallið naumlega úr keppni eftir tap á umdeildum dómaraúrskurði gegn fyrrum heimsmeistara og Ameríkumeistara, Bandaríkjamanninum James Brasco. Eftir venjulegan leiktíma og tvöfalda framlengingu voru keppendur hnífjafnir og því réð dómaraúrskurður úrslitum. Flestir héldu að Gunnari yrði veittur sigurinn þar sem andstæðingur hans hafði tvisvar sinnum fengið aðvörun fyrir sóknarleysi en Gunnar aldrei. Öllum á óvörum úrskurðuðu dómararnir hins vegar Bandaríkjamanninum í vil. Var það mál mann að þar hefði ferill hans haft mest áhrif en ekki frammistaðan gegn Íslendingnum unga. James Brasco féll síðan úr keppni eftir jafn nauman ósigur gegn sigurstranglegasta keppanda flokksins, Braulio Estima margföldum heims- og Evrópumeistara. Gunnar getur því vel við unað og stóð sig frábærlega gegn afar erfiðum andstæðingi.

Gunni tekur á Jeff MonsonÁ sunnudeginum var Gunnar hins vegar einn af sextán keppendum sem valdir voru til þátttöku í opnum flokki, en hátt í fimmtíukeppendur sóttu um þátttöku í flokknum. Og nú tók við ótrúlegt ferli. Við höfðum verið að grínast með það fyrr um daginn að ef hann kæmist í opna flokkinn (sem við töldum reyndar ólíklegt) þá væri það nú eftir öðru að mæta hinu goðsagnakennda bandaríska vöðvafjalli Jeff Monson eða sjónmanninu. Jeff var þyngsti maður mótsins, sennilega er í kringum 40kg þyngri en Gunnar, og á að baki ótrúlega sigursælan feril eins og menn vita, m.a. tvenn gullverðlaun og tvennra silfurverðlaun á ADCC svo fátt eitt sé nefnt. Hann hafði auk þess lent í þriðja sæti í þyngsta flokknum fyrr um daginn og m.a. lagt bæði Saulo Ribeiro og Roberto „Cyborg“ Abreu. Glíma þeirra Gunnars á sunnudeginum verður hins vegar vafalítið skráð í bækur glímusöguna enda ótrúlegt að sjá stærðarmun keppendanna enda Gunnar bæði yngstur og léttastur í opna flokknum. Er skemmst frá því að segja að Gunnar sótti stöðugt allan tímann og gaf tröllinu engan frið. Eftir 20 mínútna glímu, þ.e. hefðbundnar 10 mínútur og tvöfalda framlengingu í 5 mínútur hvora, náði Gunnar að skora 3 stig á vöðvafjallið og tryggja sér óvæntasta sigur í sögu ADCC og var reyndar með hann í Kimura þegar tíminn rann út! Það var ótrúleg stemming í salnum þegar Gunnar glímdi við Monson, því Gunnar hafði með frammistöðu sinni unninn hann á sitt band og þegar hann sigraði stóðu allir á fætur og hylltu hann. Frábært að verða vitni að þessu! Hér er bein textalýsingin af opinberu vefsetri ADCC 2009:

Gunnar Nelson pulls guard on Monson... Monson has a lot of trouble passing Nelsons guard... Nelson and Monson into overtime. Nelson shoots. Monson sprawls, Monson shoots and gets reversed! Nelson almost getting the back of Monson... Monson looks tired... A much smaller Nelson keeps pushing Monson from the mats. Crowd is cheering. Nelson and Monson goes into second overtime. Nelson shoots, Monson looks tired but manages to sprawl and reverse. Nelson almost gets his back again... Monson has headlock on Nelson. Nelson escapes. Both back on their feet. Nelson shoots and Monson sprawls and spins to his back. Nelson escapes. Monson shoots, but cant get the takedown. Nelson shoots in and gets the back. Both hooks in. Attacks the arm. Times up, Nelson wins by points and the whole arena is standing up cheering!

Hér eru myndir af þessari ótrúlegu glímu.

Braulio Estima margfaldur heims- og Evrópumeistari, sem bæði sigraði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn, sagði eftir mótið að gíma Gunnars og Jeff Monson hefði verið ein sú ótrúlegasta sem hann hefði séð á ferlinum og var það mál manna að ef valin væri gríma keppninnar þá væri valið auðvelt.
Gunnar tryggði sér síðan fjórða sætið á mótinu með því neyða sjálfan David Avellan margfaldan NAGA og Grappler’s Quest meistara til uppgjafar með hengingartaki. Hér er bein textalýsing af þeirri glímu af ADCC vefsetrinu:

Nelson and Avellan starts... Nelson takes Avellan down, but no points scoring yet. Gunnar gets another takedown on Avellan. Nelson gets headlock, switches to single leg. Avellan shoots, takes Nelson down, but Nelson spins out and takes Avellan down. Attacking his back, one hook in... Avellan escapes. No points. Avellan shoots in, Nelson defends. Avellan shoots for single leg, Nelson defends. Nelson shoots in, Avellan attacks the arm. Nelson gets the back, one hook in, Avellan taps to a rear naked choke!

Gunnar tapaði hins vegar í undanúrslitum fyrir gullverðlaunahafanum í -99kg flokki, Alexandre „Xande“ Ribeiro, sem er m.a. sjöfaldur heimsmeistari í BJJ (2 gull í opnum flokki, 4 gull í þungavigt og 1 gull í milliþungavigt) og ADCC meistari síðustu keppni 2007. Eftir að Gunnar hafði sótt meira náði Xande honum í hnélás. Þegar Gunnar gekk út af dýnunum eftir tapið gegn Xande klappaði allur salurinn fyrir honum allan tímann meðan hann gekk yfir allan leikvanginn og til búningsklefans. Þetta var í eina skiptið sem ég man til þess að allur salurinn hafi klappað fyrir keppanda sem hafði tapað, þ.e. svona lengi og innilega. Sannkallað gæsahúða móment.

Í glímunni um þriðja sætið atti Gunnar kappi við Vinicius „Vinny“ Magalhães sem bæði skartar heims-og Ameríkutitlum í sínum þyngdarflokki, og margir muna eflaust eftir úr The Ultimate Fighter 8 sjónvarpsþáttunum en þar komst hann í úrslit. Glíma Gunnars og Vinny var gríðarlega jöfn og spennandi og fór í framlengingu en þegar aðeins 5 sekúndur voru eftir af henni náði Vinny að skora stig á Gunnar með takedown sem enginn tími var að vinna til baka. Þess má geta að bæði Vinny og Xandre eru 15-20 kg þyngri en Gunnar.

Fjórða sætið í opnum flokki á ADCC er stórkostlegur árangur hjá Gunnari á þessu erfiðasta glímumóti í heimi. Gunnar er nú í New York þar sem hann keppir á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship. Það er því skammt stórra högga á milli hjá okkar manni.


Ágæt viðtöl og umfjöllun

Undanfarið hafa verið nokkur viðtöl við Gunnar og ágæt umfjöllun um BJJ og MMA í fjölmiðlum. Til að halda þessu saman ætla ég að skutla hér inn þremur helstu, þ.e. viðtölum í DV, RÚV og Stöð 2. Fyrst var fín opnugrein í DV föstudaginn 10. júlí með viðtali við Gunnar, síðan viðtal við hann í Helgarsporti RÚV (aftarlega í þættinum) sama föstudag og á miðvikudagskvöldið var ágæt umfjöllun í Íslandi í dag á Stöð 2.

Gunnar með æfingabúðir 10. og 11. júlí

Æfingabúðir með Gunnari Nelson

Næstkomandi föstudag og laugardag verður Gunnar Nelson með æfingabúðir í Mjölni.

Föstudagur 10. júlí
Mixed Martial Arts
18:00-20:00

Laugardagur 11. júlí
Brazilian Jiu Jitsu (NoGi)
13:00-16:00

Verð
Báðir dagar kr. 8.000
MMA kr. 4.500 (föstudag)
BJJ NoGi kr. 6.000 (laugardag)

Æfingabúðirnar eru opnar öllum og skráning er hafin í afgreiðslu Mjölnis og í símum 534 4455 og 692 4455. Nánari upplýsingar á vefsetri Mjölnis.


Gunnar fjórði efnilegasti í MMA í Evrópu

SherdogSherdog.com birti í dag grein þar sem taldir eru upp þeir sem vefurinn telur 10 efnilegustu MMA-menn í Evrópu. Gunni er í fjórða sæti á listanum og efstur í sínum þyngdarflokki, þ.e. veltivigt. Hann er með mun færri bardaga en þeir sem eru fyrir ofan hann á heildarlistanum og Gunnar hefði hugsanlega náð enn hærra á listanum annars. Í greininni á Sherdog.com kemur fram að taplaus atvinnumannaferill Gunnar sé allt að því aukaatriði þegar litið sé til þess að hann vann til gullverðlauna á Pan American Jiu-Jitsu mótinu og silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í Jiu-Jitsu. Til að fá sæti á listanum mega menn ekki vera eldri en 23 ára og ekki vera á saminingi hjá neinum af stóru keppnunum. Hér er það sem sagt er um Gunnar í greininni:

Originally from a Karate background, Icelandic youngster Gunnar Nelson has been setting the mats on fire since focusing on BJJ three years ago. The John Kavanagh brown belt has trained extensively with B.J. Penn and Renzo Gracie in the past. His big breakthrough came when he took gold at this year’s Pan-American BJJ Championship and silver at the World Championship. Next to that, his perfect MMA record seems just a side note, but it is further evidence of his excellence.

DV.is birti einnig frétt um þetta í dag.


Gunnar á Stöð 2

Ég átti víst eftir að segja frá því hér að það var viðtal við Gunnar í íþróttafréttatíma Stöðvar 2 sl. sunnudag, 21 júní. Ágæt viðtal en einhverra hluta vegna sýndu þeir klippu frá MMA bardaga hans við Niek Tromp meðan verið er að tala um Jiu-Jitsu. Kannski pínu villandi Undecided

Gunnar á Abu Dhabi mótinu í ár!

World Submission Fighting ChampionshipÞað er gaman að geta sagt frá því að Íslendingar munu í fyrsta skipti eiga fulltrúa á Abu Dhabi mótinu í uppgjafarglímu (ADCC - Abu Dhabi Combat Club) sem fram fer í september því Gunna hefur verið boðin þátttaka á mótinu í ár! Eins og margir vita er ADCC haldið annað hvert ár og er vafalítið erfiðasta glímukeppni í heimi. Hún verður núna í fyrsta sinn í Evrópu en keppnin fer fram í Barcelona á Spáni helgina 26.-27. september. Það var Sheik Tahnoon Bin Zayed Al Nahyan af Abu Dhabi, sonur Sheik Zayed sem þá var forseti sameinuðu arabísku furstadæmanna, sem fyrstur kom ADCC keppninni á fót 1998 en markmiðið var að fá bestu glímumenn heims úr hinum ýmsu greinum, Jiu-Jitsu, Wrestling, Judo, Sambo, Shooto o.s.frv. saman í eina keppni með sameiginlegum reglum þar sem flestir stílar gætu notið sín. Keppendur ráða því t.d. hvort þeir eru í galla (Gi) eður ei og hvort þeir klæðast Wrestling-skóm eða ekki. Keppnin náði strax gríðarlegum vinsældum og er af flestum talin hálfgerð óopinbert heimsmeistarakeppni þeirra bestu meðal þeirra bestu í heimi glímuíþrótta. ADCC er í raun einskonar MMA í glímu, þ.e. engin högg né spörk, og meðal þekktra nafna sem hafa staðið á verðlaunapalli í ADCC eru t.d. Alexandre Ribeiro, Andre Galvao, Braulio Estima, Dean Lister, Demian Maia, Fabricio Werdum, Gabriel Gonzaga, Jeff Monson, Marcelo Garcia, Mark Kerr, Matt Hughes, Matt Lindland, Márcio Cruz, Pablo Popovitch, Renzo Gracie, Ricardo Arona, Ricardo Arona, Ricco Rodrigues, Robert Drysdale, Rodrigo "Minotauro", Roger Gracie, Rolles Gracie, Ronaldo “Jacare” Souza, Royler Gracie, Tito Ortiz, Vitor “Shaolin” Ribeiro o.fl., en þess má geta að Fedor Emelianenko verður með þátttakenda í ár. Þetta er í áttunda sinn sem ADCC keppnin er haldin en hún var í fyrstu haldin árlega í Abu Dhabi, þ.e. á árunum 1998-2001. Árið 2003 var keppnin haldin í Brasilíu (Sao Paulo), 2005 í USA (Kaliforníu), 2007 í USA (New Jersey) og núna 2009 á Spáni (Barcelona). Til að öðlast þátttökurétt í keppninni þarf annað hvort að sigra í svokölluðum trials sem eru haldin víða um heim (ein í Evrópu, tvær í USA, ein í S-Ameríku, ein í Asíu o.s.frv.) eða þá að vera boðin þátttaka.

Gunnar komst ekki á trials í Evrópu vegna undirbúnings fyrir Heimsmeistaramótið (Mundials) en fyrir nokkru sendi Renzo Gracie mér sms um að það væri áhugi fyrir því að veita Gunna þátttökurétt á ADCC í ár (þetta var eftir sigur hans á Pan Am og NY Open). Sá áhugi dofnaði eðlilega ekki eftir árangur Gunna á Heimsmeistaramótinu. Núna um helgina voru síðan Austurstrandar-trials í New Jersey og þó Gunni hefði ekki þátttökurétt á þeim var á laugardagskvöldið haldin sameiginleg „skoðunaræfing“ sem hann og fleiri tóku þátt í fyrir aðstandendur keppninnar. Í gær fengum við svo endanlega staðfestingu á því að Gunna væri boðin þátttaka. Þess ber þó að geta að sá þyngdarflokkur sem Gunni myndi að öllu jöfnu keppa í, þ.e. -77kg, er algjörlega fullskipaður og býðst honum því að keppa í -88 kg flokki (þyngdarflokkar í ADCC eru -66, -77, -88, -99, +99 og svo er opinn flokkur) og hefur Gunnar fallist á það (Demian Maia sigraði þann flokk 2007). Það er því ljóst að við ramman reip verður að draga því ekki aðeins verður Gunnar vafalítið léttasti keppandinn í sínum flokki heldur sá reynsluminnsti á mótinu, kannski frá upphafi.

Nánar um ADCC hér og hér. Sjá einnig highlight frá ADCC á YouTube hér að neðan.


Símaviðtal við Gunnar á RÚV

Gunnar á verðlaunapallinumÞað var fín umfjöllun í íþróttahorni fréttatíma RÚV í gærkvöldi. Þess ber þó að geta að Heimsmeistarakeppnin fór fram í Kaliforníu en ekki New York eins fram kemur í fréttatímanum. Gunni æfir í New York og af því stafar sennilega misskilningurinn.

Þess má geta að Roger Gracie tók bæði sinn þyngdarflokk (super heavy) og opinn flokk svartbeltinga á mótinu. Hann vann allar glímur sínar á uppgjöf andstæðinganna (submission) og er án efa maður þessa móts. Þetta er í annað skiptið sem hann vinnur opna svartbeltaflokkinn en hann sigraði einnig árið 2007 og lenti í öðru sæti í fyrra. Hann er sá fimmti til að vinna gullverðlaun í opna flokknum á tveimur Heimsmeistaramótum. Aðrir sem hafa gert þetta eru Amaury Bitetti (1996 & 1997), Rodrigo Comprido (1999 & 2000), Márcio Pé de Pano (2002 & 2003), Ronaldo Jacaré (2004 & 2005) og Xande Ribeiro (2006 & 2008). Úrslit allar flokka á mótinu í ár má finna hér.

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðlaunahafana í millivigtinni. Frá vinstri: Gunnar Nelson (silfur), Gabriel Goulart (gull), Diego Vivaldo Ferreira (brons) og Bruno Allen (brons).

Þá má líka nefna það að Gunnar vann til gullverðlauna í sínum flokki á Pan Am 2009 í mars en það er næst stærsta keppnin sem haldin er árlega (í Gi). Sú stærsta er auðvitað Heimsmeistarakeppnin sem var um helgina, oftast kölluð Mundials. Nánari lýsing á gengi Gunnars á Heimsmeistaramótinu um helgina er hér í færslu frá því í gær.


mbl.is „Kátur með silfrið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi Gunnars á Mundials

Gunni á Mundials 2009Ætla aðeins að fara yfir gengi Gunnars á Heimsmeistaramótinu í Jiu-Jitsu (Mundials). Gunni tók bæði þátt í opnum flokki og millivigtinni í brúnbeltaflokki en hátt í hundrað keppendur voru í opna flokknum og rúmlega fjörutíu í millivigtinni, enda heildarfjöldi keppenda í Mundials hátt í tvö þúsund. Einhverra hluta vegna þá eru opnu flokkarnir á undan þyngdarflokkunum og á föstudeginum mætti Gunni heimsmeistaranum Ryan Beauregard í opnum flokki eins og fram kemur í fyrri færslu. Ryan sigraði með tveimur stigum sem hann fékk fyrir kast eða takedown en liðsfélagar Gunnars frá Renzo Gracie Akademíunni (RGA) voru mjög ósáttir við þá dómgæslu eins og sjá má á þessum pistli sem birtist á vefsetri RGA:

In the brown belt absolute earlier in the day our favorite Viking fighter and 2009 Pan AM and NY OPEN champion Gunnar Nelson fought a tough battle against last year's Leve World Champ Ryan Beauregard (his opponent this year is fighting at Middle weight so even if it was absolute from a weight point they were even).
The clue point of this match was right at the beginning. Gunnar's opponent attempted a drop Seoi Nage. Gunnar stuffed the throw, and proceeded to attack the back. After a battle to control the turtle Gunny ended up on bottom. Unfortunately the ref raised the hand to award Beauregard the two points that decided the match (no more points were scored; his opponent was in my opinion stalling for most part of the match).
This was probably a very controversial call (but not the only one in a long day of BJJ fights). It's true that the opponent initiated the take down, but as Gunnar proceeded to attack the back for a few seconds there was no real continuation of the action, and being the turtle a neutral position the opponent should have not been awarded those points. Gunnar will be fighting again tomorrow in his regular weight division.
 

Hvað um það, þar með var Gunni úr leik í opnum flokki enda Heimsmeistaramótið útsláttarkeppni, þ.e. ef þú tapar þá ertu úr leik. Þó þetta hafi verið í opnum flokki þá er Ryan í sama þyngdarflokki (millivigt) og Gunni og við vissum að ef Gunni ynni Alexander Vamos í fyrstu glímu sinni í millivigtinni daginn eftir væru nokkrar líkur á því að hann fengi að reyna sig aftur við Ryan, því þeir voru í sama armi í útdrætti þyngdarflokksins. Gunni sagði mér í símanum á föstudagskvöldið að hann vonaðist til að mæta Ryan aftur á laugardeginum því hann hygðist hefna ósigursins í opna flokknum.

Þetta gekk eftir því á laugardeginum sigraði Gunni fyrstu glímuna með hengingartaki á meðan Ryan Beauregard sló út Bruno Alves, þann hinn sama og Gunnar sigraði í úrslitum á Pan Am í mars. Glíma Gunnars og Ryan varð að hörkuslag þar sem Gunni hafði betur allan tímann og var yfir á stigum þegar Ryan hreinlega fór á taugum. Þegar heimsmeistarinn sá að Gunnar var að sigra og honum gekk ekkert að ná að jafna glímuna missti hann sem snöggvast stjórn á skapi sínu og hrinti Gunnari eftir að dómarinn hafði stöðvað glímuna til að færa keppendur inn á miðju vallarins. Ryan var þá umsvifalaust vísað úr keppni. Gunnar hélt sigurgöngu sinni áfram. Hann sigraði næstu glímu gegn Vinicius Corrales silfurverðlaunahafa frá HM 2007 á stigum (eða advantage) og svo þá fjórðu, í undanúrslitunum, einnig á stigum en það var gegn Bruno Allen gullverðlaunahafa í opnum flokki frá Suður-Ameríkumótinu 2008. Þar með var Gunni kominn í úrslit á Heimsmeistaramótinu!

Í úrslitunum mætti Gunnar hinum geysisterka Gabriel Goulart frá Alliance sem ásamt Ryan og Kayron Gracie hafði verið spáð titlinum í ár. Gunnar sótti meira í úrslitunum og vann sér inn tvö svokölluð Advantage. Þegar skammt var eftir af glímunni var Gunnar ofan á andstæðingi sínum og þegar Gabriel reyndi sweep svaraði Gunni með armbar en náði ekki að klára hann og Gabriel endaði ofan á en í guardinu hjá Gunna. Fyrir þetta fékk Gabriel hins vegar 2 stig og þau skyldu að örskömmu síðar þegar tíminn rann út og Gabriel náði gullinu. Hér fylgir lýsing liðsfélaga Gunnars sem birtist á RGA vefnum síðustu nótt. Leyfum þeim að lýsa þessu:

An unlucky draw saw two RGA team members face each other in the first round: Alex Vamos from Joe D'arce's school and our favorite Viking friend Gunnar Nelson.
Alex attacked hard Gunni's legs, but the good technique and flexibility of the Icelandic wonder nullified every submission attempt and cruised to win the match on points.
Gunni's good start turned out to be a good omen.
He proceeded to crush with cool temperament all his sequent opponents.
In a much anticipated rematch from the previous day's absolute, Gunni had the chance to face again high caliber US fighter Ryan Beauregard.
Just to refresh everyone's memory Gunni lost by a weak ref call the previous day when Ryan was awarded 2points from a drop seoi nage that we all felt was incomplete.
With Gunni this time up on points Ryan attempted a dbl leg take down towards the end of the tatame perimeter. Gunni's reflexes stuffed brilliantly the shot and the ref momentarily asked the competitors to stop fighting to bring back the action to the middle of the mat.
Ryan, unprovoked by an always stone faced Gunnar, pushed violently our teammate on the chest towards the bleachers.
The ref following IBJJF regulation DQed Ryan on the spot, and raised Gunnar's hand in victory.
The final match of the middle weight brown belt division saw Gunnar face Fabio's Gurgel's pupil and 2008 Middle Weight and Absolute Purple belt champ Gabriel Goulart. As the match started Gunni's strong passes were matched by a very technical spider guard by Gabriel. The crowd was going crazy; in one side all the Alliance SP guys with Gurgel in command on the other side the RGA/GB crowd with Master Renzo and old pal Vinicius Draculino yelling strategy to our fighter.
The match was decided by a last minute scramble. Over a strong sweep attempt by Gabriel, Gunnar latched on a tight inverted armbar.
Time stood still. The arm was almost extended, when Gabriel tried a last second pull to free the arm. Gunnar fell and the Alliance representative gained the two points that 30sec later will crown him the new 2009 Middle weight brown belt champ.
Great run by Gunnar, who was just one win short of winning a Triple Crown of Jiu-Jitsu if such a thing exists by medaling in every major BJJ competition in the US this year.
 

Sannarlega svekkjandi að vera svona nálægt heimsmeistaratitli en stórkostlegur árangur að vinna silfur á þessu stærsta móti ársins (í Gi). Hverjum hefði dottið það í hug að Gunnar næði þessum árangri á svo skömmum tíma því hann var lang reynsluminnsti keppandinn í sínum flokki! Ég er ótrúlega stoltur af Gunna og þessi árangur sýnir enn og aftur hversu einbeittur hann er og ákveðinn í að verða bestur meðal þeirra bestu í sinni íþrótt.

Hér eru þeir sem Gunnar glímdi við á Heimsmeistaramótinu:

Alexander Vamos (Gunnar sigraði með hengingartaki)
Ryan Beauregard (Gunnar sigraði, var yfir á stigum þegar Ryan var vísað úr keppni)
Vinicius Corrales (Gunnar sigraði á advantage að ég held)
Undanúrslit: Bruno Allen (Gunnar sigraði á stigum)
Úrslit: Gabriel Goulart (Gunnar tapaði á 2 stigum gegn 2 advantage)

Mynd fengin hjá thefightworkspodcast.com


Gunni vann silfrið!

Gunni var að enda við að vinna silfur á Heimsmeistaramótinu eftir gríðarlega naumt tap í úrslitum gegn Gabriel Goulart! Gunni var með svokölluð tvö advantage og on top. Hann hefði hugsanlega átt að reyna að halda því bara en það er ekki Gunna game. Hann reyndi armbar en rann úr honum og Gabriel endaði on top enn í guardinu hjá Gunna sem var því ekki í neinni hættu. Engu að síður fékk Gabriel tvö stig og þau telja meira enn tvö advantage. En maður getur ekki kvartað. Þetta er stórkostlegur árangur hjá Gunna og hann vakti mikla athygli á mótinu. Margir þekktir þjálfarar komu til hans eftir keppina og óskuðu honum til hamingju og Renzo var í skýjunum með frammistöðu Gunna og sagði mönnu óspart hversu stutt hann hefði æft, ekki síst í galla. Gunni sló m.a. út heimsmeistarann Ryan Beauregard sem hann tapaði naumlega fyrir í gær í opnum flokki. Ég er gríðarlega stoltur af stráknum. Meira síðar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband