Gunni í Monitor

Mér fannst eiginlega myndbandið betra en sjálft viðtalið í blaðinu. Strákarnir á bardagi.is pirruðu sig svolítið yfir þessu viðtali og þeir hafa svona eitt og annað til síns máls. En þetta kemur vonandi smán saman, þ.e. að fréttamenn setji sig betur inn í íþróttina og hætti að spyrja alltaf sömu spurninganna sem óneitanlega fara svolítið í taugarnar á þeim sem þekkja sportið. Þeir vilja einfaldlega að fréttamenn kynni sér málin betur og spyrji vandaðri spurninga.


mbl.is Eftir fyrsta höggið hverfa allar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gull á Grapplers Quest

Grapplers QuestFrábær árangur hjá Gunna á laugardagskvöldið að sigra sinn þyngdarflokk á Grapplers Quest í New Jersey sem er eina og flestir vita geysisterk mótaröð í Bandaríkjunum. Gunnar sigraði tvær af fjórum glímum sínum á hengingu, fyrstu glímuna á RNC (sem var gegn geysisterkum Rússa) og úrslitaglímuna á Guillotine. Hann tapaði hins vegar í opnum flokki á einu advantage gegn risavöxum keppanda sem vóg um 140 kg! Sá reyndi takedown sem Gunni varðist en fyrir það fékk sá stóri adv. Gunni sótti síðan allan tíma og hrakti tröllið meðal annars hátt í 10 sinnum út af vellinum og voru menn farnir að hrópa á mínusstig fyrir sóknleysi hjá þeim stóra sem því miður aldrei kom. Samt frábær árangur að taka gull í sínum flokki á þessu sterka móti sem mun vera stærsta mót sem Grapplers Quest hefur haldið á austurströndinni.

Ásamt mbl.is hefur DV sagt frá þessu sem og bardagi.is.


mbl.is Gunnar vann gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal á Sherdog og grein í Fight Magazine

Sherdog Ég gleymdi víst að segja frá viðtali sem var við Gunna í síðasta mánuði á Sherdog, sem sennilega er víðlesnasta vefur í heimi um MMA. Fréttaritari Sherdog hitti Gunnar á hótelherbergi í London fyrir bardagann gegn Sam Elsdon. Viðtalið birtist síðan á Sherdog vefnum 23. febrúar síðastliðinn. Fight Magazine er svo víst með heilsíðugrein um Gunnar í marsblaði sínu var mér tjáð í dag en ég hef ekki séð þá grein. Verð líklega að verða mér út um blaðið sem fyrst.

Æfir með þeim bestu

Gunni fór til New York sl. mánudag (1. mars) og verður þar allavega fram til 20. apríl við æfingar með Renzo sem nú býr sig undir bardagann gegn Matt Hughes í UFC 112 þann 10 apríl. Gunnar er þarna ekki í amalegum félagsskap því þarna eru nú samankomnir margir af bestu MMA mönnum heims, m.a. annars sá besti þeirra allra UFC meistarinn Georges Saint-Pierre sem býr sig undir titilvörnina gegn Dan Hardy í UFC 111 þann 27. mars. En þarna eru fleiri góðir. Frankie Edgar sem berst við BJ Penn um léttivigtartitilinn á sama cardi og Renzo 10. apríl, Kenny Florian sem berst við Takanori Gomi 31. mars, Ricardo Almeida sem mætir Matt Brown í UFC 111 og fleiri super góðir fighterar eru þarna. Á myndinni má sjá Gunna æfa með engum öðrum en Georges Saint-Pierre en hægt er að sjá fleiri myndir af þessari æfingu þar sem Graciemag heimsótti þá þennan dag.

Georges Saint-Pierre og Gunnar Nelson


Frábær þátttaka á Mjölnir Open 5

Gunnar Nelson og Auður Olga Skúladóttir með verðlaun sín af Mjölnir Open 5Stærsta uppgjafarglímumót (grappling) á Íslandi, Mjölnir Open, var haldið sl. laugardag í Íþróttamiðstöðinni Laugarbóli í Laugardal. Þetta er fimmta árið í röð sem Mjölnir Open er haldið og hefur mótið farið vaxandi ár frá ári. Um helgina voru rúmlega sjötíu keppendur skráðir til keppni frá sjö félögum víðs vegar af landinu.

Keppnin var gífurlega hörð og spennandi og greinilegt að vöxtur íþróttarinnar er með hraðara móti í dag, bæði hvað varðar fjölda iðkenda og gæði. Gunnar og Auður Olga voru sigursælust einstaklinga og unnu bæði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn. Mjölnir var stigahæsta liðið á mótinu. Gunnar sigraði allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á submission. Nánari upplýsingar um úrslitin eru á vefsetri Mjölnis og fína lýsingar líka á bardagi.is.


Andstæðingur Gunnars eys hann lofi

Sam Elsdon, andstæðingur Gunnars á laugardaginn, eys hann lofi í pistli sem hann skrifar á enska vefsíðu í dag og segist svo sannarlega ekki skammast sín fyrir Gunnari sem sé frábær fyrirmynd þótt ungur sé. Elsdon segist hafa lært meira á þessum ósigri en hann gæti hafa gert á hundrað sigrum. Hann segist stoltur af því að ári eftir að hann hafi tekið líf sig í gegn og ákveðið að einbeita sér að markmiðum sínum hafi hann barist við einn athyglisverðasta og efnilegasta bardagaíþróttamann heims í einni af stærstu MMA keppnum Bretlandseyja. Og Elsdon fer afar fögrum orðum um Gunnar:

Fyrir mér er Gunnar hin fullkomna fyrirmynd þess hvernig bardagaíþróttamaður á að vera, hógvær, kurteis og einbeittur. Svo ekki sé talað um frábærlega hæfileikaríkur. Ég sagði í viðtali sem Giant Films tóku fyrir bardagann að Gunnar væri sá sem ég vildi hafa verið 21 árs, og mér var full alvara. Mér finn hann vera fyrirmynd fyrir okkur öll um hverju þú færð áorkað ef þú einbeitir þeir að markmiðum þínum, ýtir úr vegi bæði líkamlegum og andlegum hindrunum, og vinnur af atorku og dugnaði. 
Þrátt fyrir að margir hafi ráðlagt mér frá því að berjast við hann þá er þetta eitt það besta sem ég hef gert og mér er mikill heiður af því að hafa fengið að mæta honum.
Þegar ég fór heiman að frá mér klukkan 7 í morgun var fögur sólarupprás í hæðunum þar sem ég bý og ég gerði mér þetta væri aðeins upphaf nýs dags.
Ég held að það sé Gunnar í okkur öllum og með einbeittum vilja getum við öll afrekað stóra hluti. Ég tapaði ekki á laugardagskvöldið... ég sigraði!

Gunnar í símaviðtali hjá Lindu Blöndal á síðdegisútvarpi Rásar 2 á Rúv.


mbl.is Hengingarbragð í fyrstu lotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öruggur sigur hjá Gunnari

Gunnar sigrar Sam ElsdonSigur Gunnars í gærkvöldi var aldrei í hættu. Sam Elsdon reyndi yfirhandar hægri snemma í bardaganum sem hitti ekki. Gunnar kom svo inn með vinstri krók, Sam reyndi þá júdókast sem Gunnar varðist og eftir það lentu þeir í clinch. Gunnar náði Sam í gólfið og mountaði hann. Sam reyndi að verjast höggum frá Gunnari með því að halda sér þétt upp að honum. Þegar hann sá að það var ekki að takast reyndi hann að snúa sér en við það tók Gunnar bakið á honum og hengdi hann með RNC þegar aðeins 2:30 mínútur voru liðnar af bardaganum.

Þess má geta að BAMMA keppnin verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Bravo kl. 21:00 sunnudaginn 21. febrúar, þ.á.m. auðvitað bardagi Gunnars og Sam Elsdon.


mbl.is Gunnar yfirbugaði þann breska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðvarmi, Björk og Gunnar Nelson

The Jordan Breen ShowHinn kunni útvarpsmaður Jordan Breen tók ítarlegt viðtal við Gunnar á fimmtudagskvöldið í útvarpsþætti sínum The Jordan Breen Show. Jordan hóf kynningu sína á Gunnari á að segja að jarðvarmi, Björk og Gunnar Nelson gætu verið það besta sem komið hefði frá Íslandi en vitalið við Gunnar snérist m.a. um Ísland og mataræði Gunnars sem neytir t.d. ekki fæðubótarefna  né unninnar matvöru ef hann kemst hjá því og hefur tröllatrú á hefðbundnum íslenskum sveitamat. Einnig ræðir Breen mikið við Gunnar um Ísland almennt og nefnir auðvitað kæstan hárkarl og fleira sem Breen hefur sjálfur smakkað. Það kemur einnig fram að Gunnari líður hvergi betur en í faðmi íslensku sveitarinnar hjá afa sínum og ömmu norður á Ólafsfirði. Þá ræðir Breen við Gunnar um sigra hans undanfarið og frábæran árangur á stórmótum á síðasta ári. Þeir ræða einnig framtíðaráform Gunnars og væntanlega bardaga gegn Bretanum Sam Elsdon.

Hægt er að hlusta á viðtalið á Sherdog eða hlaða því niður af vefnum.  Kynning á Gunnari hefst á 5:20 en viðtalið hefst á 01:20:55.


Gunnar berst í London í febrúar

Gunnar berst 13. febrúar 2010Gunni mun berjast 13. febrúar í London. Keppnin er á vegum BAMMA (British Association of Mixed Martial Arts) og verður sýnd á Bravo og það ætti því að vera hægt að ná henni hér á landi. Ég veit samt ekki hvort hún verður sýnd beint eða síðar. Andstæðingur Gunna verður Sam „The Engine“ Elsdon sem er 31 árs, svart belti (1 eða 2 dan) í Judo og Muay Thai fighter. Hann er jafnframt með blátt belti í BJJ. Elsdon þykir höggþungur striker og er líkt og Gunni ósigraður í MMA. Hann á 5 bardaga að baki og hefur sigrað þá alla, 2 í pro, 1 í semipro og 2 í amateur samkvæmt þessari síðu: http://www.prokumite.co.uk/entrylevelfighters.html

Annars veit ég voða lítið um þennan andstæðing. Þetta er samt sennilega í fyrsta skipti sem Gunnar er ekki almennt talinn „underdog“ í sínum MMA bardaga. Það er auðvitað ný lífreynsla fyrir hann. Hins vegar efa ég að Gunni verði neitt að velta sér uppúr því. Hann er bara að fara í MMA bardaga.

Hér má sjá frétt Fighter Only Magazine um málið og GMA skrifaði líka um endurkomu Gunnars í MMA en hann hefur ekki barist í MMA síðan 6. september 2008 þegar hann rotaði Iran Mascarenhas í annarri lotu.

Hér er myndband með síðasta bardaga Sam Elsdon (svartar buxur) frá 22. nóvember sl.:

Að venju stendur DV sig best í íþróttafréttaflutningnum. Þá kom þetta á Sherdog og Gracie Magazine kýs að kalla þetta clash-of-styles LoL Þeir eru sumir stundum pínu fastir í þessu BJJ vs JUDO dæmi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband