4.1.2008 | 01:50
Myndband af bardaga Gunnars og Adam Slawinski
Myndbandið af sigri Gunnars á Pólverjanum Adam Slawinski á UFR 10: Tribal Warfare mótinu í Galway á Írlandi en mótið var haldið 6. október. Það er búið að vera smá streð að fá þetta myndband í hús en nú er það komið.
Íþróttir | Breytt 7.2.2008 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2007 | 01:17
Myndband af bardaga Gunnars og Barry Mairs
Það er komið stutt myndband með myndum af bardaga Gunnars og Barry Mairs. Myndirnar voru teknar af Hywel Teague hjá Fighters Only Magazine.
Hér í háum gæðum (innanlands, hægrismella og Save Target As)
Íþróttir | Breytt 7.2.2008 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 10:09
Myndband af bardaga Gunnars og Niek Tromp
Ég er búinn að fá myndband með bardaga Gunnars og Niek Tromp sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn en áður en bardaginn fór fram hafði Niek unnið 15 af 17 bardögum sínum og hafði ekki tapað í tvö og hálft ár. Kvikmyndagerðarmaðurinn heitir Tommy Lakes og gaf góðfúslega leyfi fyrir því að ég setti bardagann á netið en ef þið hafið áhuga á að panta hjá honum myndband með allri Cage of Truth keppninni þá getið þið sent honum tölvupóst þess efnis.
Myndbandið af bardaga Gunnars og Adam Slawinski barst líka, þ.e. ég fékk tilkynningu frá póstinum um að pakkinn væri kominn en síðan þegar ég ætlaði að sækja hann þá fundu þeir hann ekki. Gæti farið með langa ræðu um armæðu mína þarna niðri á pósthúsi en nenni því ekki. Ég birti myndbandið um leið og það kemst í hús, ef þeir póstsnillingarnir hafa þá ekki endanlega týnt pakkanum.
Hér í háum gæðum (innanlands, hægrismella og Save Target As)
Íþróttir | Breytt 7.2.2008 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2007 | 10:55
Stoltur af Gunnari
Maður getur ekki annað en verið stoltur af Gunnari enda stendur hann sig með afbrigðum vel í þessari harðgeru íþrótt. Það er hins vegar að venju aumkunarvert að lesa fordóma manna eins og Snorra Bergz. Ofsatrúarmanns sem hefur skrifað hverja greinina á fætur annari til stuðnings ofbeldissinnuðum síonistum í Ísrael og þurrkar iðulega út athugasemdir á blogginu sínu sem honum eru ekki að skapi. Sem betur fer taka þó fáir mark á slíkum fýrum. MMA er einhver mest vaxandi íþrótt í heiminum í dag og frábært að Íslendingar eigi verðugan fulltrúa þarna. Gunnar er eins og sumir vita margfaldur Íslandsmeistari unglinga í karate (kumite) og var valinn efnilegasti karatemaður Íslands aðeins 16 ára gamall. Hann hlaut hæsta styrk sem Íþróttasamband Íslands hefur veitt karatemanni úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, 200 þúsund krónur, en hafnaði styrknum þar sem hann hugðist snúa sér alfarið að því að æfa blandaðar bardagalistir (MMA) og Brasilísk Jiu Jitsu (BJJ).
Eins og ég sagði eru bardagaíþróttir ekki allra en þær virðist sí og æ þurfa að sitja undir fordómum og vera kallað ofbeldisíþróttir og þar fram eftir götunum. Og það sem verra er að frábærir íþróttamenn þurfa að sitja undir sömu svívirðingum, þ.e. að einhverjir fláráðar kalli þá ofbeldisdýrkendur og þaðan af verra. Það er bara í góðu lagi þó sumum líki ekki við bardagaíþróttir, skárra væri það nú, en þá eiga þeir líka bara að sneiða hjá þeim. Það sem þeir eiga hins vegar ekki að gera er að detta í þá gryfju að fordæma þá sem stunda slíkar íþróttir og vilja fá að gera það í friði. Slíkt er auðvitað bara ákveðin tegund af rasisma.
Það er ljóst að þegar menn stíga inn í hringinn í "full contact" íþrótt þá verða menn að gera sér grein fyrir því að slíku fylgir áhætta. Rétt eins og því fylgir áhætta að bruna niður brekku á skíðum á seinna hundaraðinu, að aka á 300 km hraða eftir kappaksturbraut, að fara upp í flugvél og þess þá heldur að hoppa út úr henni í fallhlíf, að klífa fjöll, að fara í reiðtúra, að bruna um á snjósleðum, að ...
... við gætu endalaust haldið áfram. Tölurnar tala hins vegar sínu máli og slys í MMA virðast ekki algengari en í fjölda annarra íþróttagreina og alvarleg slys miklu færri en í mörgum þeirra samkvæmt þeim tölum sem ég hef séð. Ég neita því samt ekki að ég myndi vilja sjái fleiri og ítarlegri rannsóknir á þessu sviði. Aðalatriðið er þó að menn geri sér grein fyrir hættunum sem iðkun þeirra fylgja og virði rétt einstaklinganna til að stunda þá íþrótt sem þeir unna. Fordómar og forræðisthyggja eru eitthvað sem við eigum að forðast í lengstu lög.
Gunnar rotaði breskan sérsveitarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 12.12.2007 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.12.2007 | 21:50
Gunnar sigraði breska sérsveitarmanninn á rothöggi
Gunnar var rétt í þessu að bera sigurorð af breska sérsveitarmanninum Barry Mairs á Englandi. Gunnar sigraði Mairs á rothöggi í fyrstu lotu en Mair hafði einmitt sjálfur unnið síðasta bardaga sinn á rothöggi í fyrstu lotu. Gunnar sagði breska sérsveitarmanninn hafa verið mjög vel undirbúinn, gríðalega líkamlega sterkan, mjög höggþungan og með sterkt og mikið lið með sér.
Gunnar sagði þá hafa skipst á höggum um tíma en síðan náði Gunnar góðum vinstri krók á Mairs. Eftir það náði Gunnar að skjóta inn og skella Mairs í gólfið. Hann var í cross-sides en náði síðan að mounta Mairs og lét höggunum rigna á hann. Að sögn Gunnars varðist Mairs vel en að lokum náði Gunnar að steinrota hann þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af lotunni (3:38) og það tók nokkurn tíma að vekja sérsveitarmanninn aftur eftir högg Gunnars. Þetta er fjórði atvinnumannasigur Gunnars í röð í MMA og allir hafa þeir komið í fyrstu lotu!
Hér eru nokkrar myndir frá bardaganum teknar af Hywel Teague hjá Fighters Only Magazine og birtar með góðfúslegu leyfi hans.
Gunnar fær loka leiðbeiningar fyrir bardagann frá Karl Tanswell þjálfara
Bardaginn að hefjast og Gunnar greinilega tilbúinn
Gunnar og Barry þreifuðu fyrir sér í byrjun, Barry vildi forðast gólfglímuna
Gunnar náði vinsti krók, skaut svo inn og skellti Barry í gólfið
Gunnar í cross-sides og Barry reynir Guillotine Choke
Gunnar kominn með mount en sérsveitarmaðurinn reynir að koma honum af sér
Gunnar með yfirburða stöðu en Barry verst vel frá gólfinu
Barry reynir að forðast höggin frá Gunnari
Örvænting ríkir í "horninu" hjá Barry enda dómarinn við að stöðva bardagann
Endirinn er umflýjanlegur og Gunnar rotar Barry með höggi
Dómarinn stöðvar bardagann um leið og Barry hættir að verja sig á skynsamlegan hátt
Hugað að Barry á gólfinu meðan hann jafnar sig
Gunnar og Karl Tanswell fagna sigri
Barry orðinn hress og þeir þakka hvor öðrum fyrir góðan bardaga
Okkar maður lýstur sigurvegari enn á ný og Barry klappar fyrir andstæðingi sínum
Fjórði sigurinn í röð og góður endir á síðasta bardaga ársins
Íþróttir | Breytt 4.1.2008 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2007 | 00:58
Gunnar berst við breskan sérsveitarmann á sunnudaginn
Gunnar berst enn einn Pro MMA bardagann í Vetrargörðunum í Weston-Super-Mare í Somerset á Englandi á sunnudaginn og mætir nú breska sérsveitarmanninum Barry Mairs.
Barry eða Baz, eins og hann er víst kallaður, er sérsveitarmaður í breska hernum og er, líkt og Gunnar, að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumaður í MMA. Við vitum frekað lítið um þennan andstæðing en eftir því sem næst verður komist er þetta hans fyrsti full pro MMA bardagi. Hann hefur hins vegar keppt nokkra áhugamannabardaga (amateur) og allavega einn semi-pro MMA bardaga (13. okt. sl.) þar sem hann rotaði hinn 35 ára Ross Mould í fyrstu lotu en Mould sá á 23 bardaga að baki (fæsta þó full pro). Hér er myndband af þeim bardaga.
Barry er rúmlega tveimur árum eldri en Gunnar og aðeins þyngri en þeir keppa í 77kg flokki. Hér til hliðar er mynd af Barry Mairs. Breski sérsveitarmaðurinn mun hins vegar ekki fá að taka hann þennan með sér í hringinn!
Íþróttir | Breytt 7.12.2007 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 12:47
Gunnar gjörsigraði Niek Tromp!
Magnaðar fréttir frá Dublin í gærkvöldi því Gunnar gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Hollendinginn Niek Tromp í á 1. lotu (1mín 50sek) í Cage of Truth: Battle on the Bay. Þetta var aðalbardagi kvöldsins, eins og fram hefur komið, en Hollendingurinn hafði ekki tapað bardaga í tvö og hálft ár og er að fara að berjast um Evrópumeistaratitil Shooto 15. desember!
Gunnar skellti andstæðingi sínum í gólfið strax í byrjun lotunnar, náði þar mount, og lét höggunum rigna yfir Tromp. Að sögn þeirra sem á horfðu virtist Hollendingurinn detta út rétt augnablik undan höggum Gunnars en tapp-aði síðan til merkis um uppgjöf. Karl Tanswell sem var í horninu hjá Gunna í gærkvöldi sagði mér að stemmingin í íþróttahöllinni í Dublin hefði verið frábær og Gunnar hefði enn og aftur sýnt hversu gríðarlega öflugur MMA maður hann er orðinn.
Það sem vakti ekki síst athygli er að Niek Tromp er submission specialist, sérfræðingur í gólfglímu, og hafði unnið 14 af 15 sigrum sínum á ferlinum á submission, lang flesta í fyrstu lotu en einu tvö töpin hans á ferlinum koma til eftir dómaraúrskurð. Hann hafði því aldrei áður verið sleginn út eða þurft að gefast upp í bardaga. Gunnar hefur eflaust komið Hollendingnum vel á óvart með því að fara beint með bardagann í gólfið þar sem Tromp er bestur en hann hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir því að Gunnar er einfaldlega bestur þar líka. Enda sýndi Gunnar það með því að taka strax öll völd í gólfinu og knýja Tromp til uppgjafar eins og áður segir. Gunnar hafði reyndar sagt fyrir bardagann að ætlaði sér að "aftrompa" Tromp og hann stóð svo sannarlega við það. Yfirtrompaði hann með stæl!
Glæsilegur sigur hjá okkar manni og gaman að lesa lýsingar af þessu á netinu. Einn af þeim sem var þarna til að vera í horninu hjá öðrum keppanda lýsti á þessa leið: Gunnar showed some incredible GnP ability. It was like watching a shotgun reloading each time- click click-boom, I've never been on bottom getting hit that accurately... and I have no desire to do so in the future!
Hér að neðan eru myndir frá bardaganum og myndband.
Myndband af bardaganum á YouTube
Gunnar fær fyrirmæli frá dómaranum fyrir bardagann
"Go to your corners and come out fighting!"
Gunnar sviptir Niek Tromp á loft
Gunnar búinn að skella Niek í gólfið og er í guardinu hjá honum
Gunnar fer framhjá guardi Niek Tromp
Gunnar búinn að mounta Niek
Gunnar byrjar að hamra á Niek
Gunnar með algjöra yfirburði á gólfinu
Niek kemst hvergi og Gunnar heldur áfram að láta Hollendinginn finna til tevatnsins
Dómarinn farinn að hugsa um að stöðva bardagann
Niek Tromp í slæmum málum og endirinn óumflýjanlegur
Tromp við það gefast upp
Gunnar stendur á fætur eftir að Niek Tromp gafst upp og dómarinn stöðvaði bardagann
Glæsilegur og öruggur sigur hjá okkar manni
Niek Tromp sennilega að spá í hver þetta sé eiginlega sem rústaði honum
Niek játar sig sigraðan
Gunnar og Niek faðmast að loknum bardaganum
Gunnar með sigurskjöldinn á milli þeirra John Kavanagh og Karl Tanswell
Íþróttir | Breytt 4.1.2008 kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 00:03
Gunnar mætir hollenskum reynslubolta í Cage of Truth
Jæja, nú reynir heldur betur á okkar mann því Gunni mætir Hollendingnum Niek Tromp á laugardaginn á Cage of Truth: Battle on the Bay í Dublin. Þetta verður aðalbardagi kvöldsins en Pólverji sem átti að mæta Niek Tromp er meiddur og Gunna var boðinn bardaginn í hans stað. Að Gunnari skuli hafa verið boðið að keppa í aðalbardaga (main event) sýnir að frábær frammistaða hans í tveimur síðustu keppnum, þar sem hann sigraði andstæðinga sína í 1. lotu, hefur vakið verðskuldaða athygli.
Bardaginn við Niek Tromp verður hins vegar vafalítið erfiðasti bardagi Gunnars hingað til því auk þess að vera nokkuð þyngri en Gunnar er Hollendingurinn svo sannarlega enginn nýgræðingur í íþróttinni en Tromp hefur barist a.m.k. 17 MMA bardaga á ferlinum og hefur sigrað 15 þeirra. Hann hefur ekki tapað í tvö og hálft ár og unnið síðustu 12 bardaga í röð og a.m.k. 8 þeirra í fyrstu lotu. Töpin hans koma bæði á dómaraúrskurði, í júní 2003 og maí 2005. Allir sigrar hans nema einn eru á submission, flestir á armbar en einnig a.m.k. þrjú Triangle Chocke, tvö Guillotine Choke, Ankle Lock, Kimura, og önnur Choke. Einhverra hluta vegna virðist erfitt að nálgast video með Tromp en hér má sjá highlight video af Willy Ni sem Tromp sigraði nú síðast á þessu ári á armbar í 1. lotu. Tromp er reyndar að fara að berjast um Evrópumeistaratitil Shooto á móti í Belgíu 15. desember næstkomandi.
Gunnar dvelst nú við æfingar í Manchester á Englandi en bardaginn við Niek Tromp fer eins á áður segir fram í Dublin á Írlandi nk. laugardagskvöld.
Íþróttir | Breytt 24.12.2007 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 13:01
Gunnar sigrar Irish BJJ Open!
Jæja, juniorinn heldur áfram að standa sig því í gær gerði hann sér lítið fyrir og sigraði Opna írska meistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu (Irish BJJ Open) en mótið fór fram í Dublin á Írlandi. Gunnar keppti í opnum flokki og sigraði allar sínar glímur, fjórar alls, og vann þar með gullverðlaunin. Gunni sigraði tvær fyrstu glímurnar á armbar en hinar tvær á stigum.
Eins og ég hef áður sagt frá dvelur Gunnar nú í Dublin á Írlandi við æfingar hjá John Kavanagh en 6. nóvember heldur hann til Manchester á Englandi þar sem hann mun dveljast fram að jólum við æfingar hjá Karl Tanswell. Gunni á flug heim frá Manchester 21. desember og verður sennilega lungað úr janúarmánuði en þá stefnir hann að því að fara út aftur til æfinga og keppni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 20:46
Gunnar sigraði á ný í fyrstu lotu!
Gunnar var fyrir stundu að ljúka keppni á UFR 10 - Tribal Warfare mótinu í Galway á Írlandi þar sem hann gjörsigraði Pólverjann Adam Slawinski á tæknilegu rothöggi (TKO) í fyrstu lotu! Eins og segir hér í fyrri færslu þá tók Gunnar þennan bardaga með mjög stuttum fyrirvara, eða um miðja þessa viku, en hann sigraði hinn franska Driss El Bakara sl. laugardag á Cage Rage Contenders: Dynamite mótinu í National Stadium í Dublin. Bardaginn í Galway þróaðist þannig að þeir lentu í clinch strax í byrjun lotunar, Slawinski reyndi þá judokast en Gunnar varðist fór með andstæðing sinn í gólfið, tók bakið á honum í jörðinni (svokallað backmount) og barði á honum þar til dómarinn hafði séð nóg og stöðvaði bardagann.
Myndband af bardaganum á YouTube
Slawinski reynir að kasta Gunnari en Gunnar fellir hann
Gunnar lætur höggin dynja á andstæðingi sínum
Gunnar kominn með body triangle á Slawinski
Slawinski hefur átt betri daga
Gunnar með backmount og Slawinski í vondum málum
Slawinski hefur fengið nóg og dómarinn stöðvar bardagann
Sigur hjá okkar manni enn á ný!
Fleiri myndir á spjallvef Mjölnis
Íþróttir | Breytt 27.5.2009 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar